2009-03-31

Röntgenaugu


Hér er áhugaverð grein um hvað þyngd er flókið fyrirbæri. Þarna eru sett fram spurningamerki við það að stimpla alla sem mælast yfir ákveðinni þyngd miðað við hæð „of þunga“ eða „of feita“ án tillits til lífsvenja eða heilsufarsmælinga. Talsverður hluti þeirra sem eru „of feitir“ samkvæmt skilgreiningu reynast vera fullkomnlega heilsuhraustir við nánari athugun. Af hverju ætti að líta á þennan hóp sem sjúkan ef ekkert er að honum? Sömuleiðis glímir talsverður hluti þeirra sem eru í kjörþyngd við „offitutengd“ vandamál á borð við háþrýsting og hækkaðar blóðfitur. Hvers vegna ekki að skilgreina heilbrigði út frá raunverulegum mælingum á heilsufari í stað þess að láta vigtina ráða? Það er ekki hægt að sjá það utan á fólki hvort það er heilbrigt eða lifir heilbrigðu lífi. Mjög mikið af veiku fólki er fullkomlega heilbrigt á að líta.


Heilbrigðu feitu fólki (metabolically healthy obese) var fyrst lýst á níunda áratug síðustu aldar. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa verið feitur frá unga aldri, hafa hlutfallslega litla fitu um miðju líkamans, sérstaklega af þeirri tegund sem sest í kringum innyflin, og hreyfa sig mikið. Fyrsta atriðið bendir til þess að þessi hópur sé í sinni náttúrulegu þyngd, sem ætti að útskýra að einhverju leyti af hverju honum stafar ekki hætta af þyngd sinni. Þetta fólk er ekki feitt af því það liggur fyrir framan sjónvarpið með súkkulaði í annarri hendinni og kokteilsósu í hinni, heldur af því líkamar þeirra eru þannig gerðir frá náttúrunnar hendi. Síðari atriðin tvö snúa meira að lífsvenjum. Rannsóknir sýna að það er helst sú fita sem safnast í kringum líffæri okkar sem hefur skaðleg áhrif á heilsu. Hreyfing vinnur stórlega gegn uppsöfnun slíkrar fitu.

Grannt fólk getur borið hlutfallslega mikla innyflafitu án þess að vita af því. Sömuleiðis getur feitt fólk haft lítið af þessari fitu þrátt fyrir að bera mikla fitu utan á sér. Báðir hópar geta hins vegar dregið verulega úr hættu á alvarlegum sjúkdómum með því að lifa heilbrigðu lífi. Hin augljósa niðurstaða ætti því að vera: Hvetjum alla til að lifa heilbrigðu lífi, óháð þyngd, og hættum að þykjast vera með röntgenaugu (að geta séð utan á fólki hversu heilbrigt það er).



2009-03-25

Aumingjans Oprah


Aumingja Oprah. Hugsið ykkur. Fræg, virt, rík og valdamikil kona sem engu að síður er ævilangur þræll líkamsþráhyggjunnar. Það virðist augljóst þegar litið er yfir feril Opruh að henni er ætlað að vera þéttvaxin. Sá líkami sem sigrar að lokum er hennar náttúrulegi líkami. Oprah neitar hins vegar að horfast í augu við þetta og útskýrir fyrirspáanlega þyngdaraukningu í kjölfar hvers megrunarkúrs með því að hún hafi enn einu sinni fallið í freistni yfir poka af kartöfluflögum. Merkilegt að henni skuli aldrei detta nærtækasta skýringin í hug: Hún var aldrei grönn manneskja föst í feitum líkama, hún er náttúrulega feit og falleg kona sem er sífellt að reyna að þvinga líkama sinn í form sem passar honum ekki. Og hann sprettur til baka aftur og aftur eins og gormur um leið og þvingunartakinu sleppir.


2009-03-23

Heilsa óháð holdafari


Heilsa óháð holdafari (Health at Every Size) er ný nálgun að heilbrigði sem hafnar þeirri hugmynd að grannur vöxtur sé forsenda heilsu og hamingju. Í stað þess er lögð áhersla á:


• Að bæta heilsu
- áhersla á tilfinningalega, líkamlega og andlega velferð án áherslu á þyngd eða þyngdartap.

• Að bæta sjálfs- og líkamsmynd
- að bera virðingu fyrir dásamlegum fjölbreytileika líkamsvaxtar í stað þess að keppa að hinni „réttu“ þyngd eða líkamslögun.

• Að njóta þess að borða
- að borða samkvæmt innri merkjum hungurs og saðningar í stað þess að fylgja utanaðkomandi  reglum, boðum og bönnum.

• Að njóta þess að hreyfa líkamann

- að stunda reglulega og ánægjulega hreyfingu sem eykur lífsþrótt, hreysti og vellíðan í stað þess að hreyfa sig fyrst og fremst í þeim tilgangi að grennast.

• Að sporna gegn fitufordómum

- að gera sér grein fyrir því að líkamsstærð og þyngd segja ekki til um matarvenjur, hreyfingu, persónuleika eða mannkosti fólks. Fegurð og manngildi koma fyrir í öllum stærðum og gerðum.

2009-03-21

McCain um fitufordóma


Criticizing a woman’s weight is one of the “last frontiers” of socially-acceptable prejudice, says Meghan McCain, the daughter of Senator John McCain.

Ms. McCain, who calls herself a progressive Republican, was responding to remarks by conservative radio host Laura Ingraham. It all started when Ms. McCain, 24, criticized Republican pundit Ann Coulter for her extreme views in an online column and an interview with talk show host Rachel Maddow. That enraged Ms. Ingraham, who responded on her radio show by mimicking Ms. McCain, using a caustic “Valley girl” voice. (The blog ThinkProgress has the audio.) Among her remarks:

O.K., I was really hoping that I was going to get that role in “The Real World,” but then I realized that, well, they don’t like plus-sized models.

Ms. McCain, who would be considered normal weight by most standards, responded in The Daily Beast with a highly personal column called “The Politics of Weight.”

I have been teased about my weight and body figure since I was in middle school, and I decided a very long time ago to embrace what God gave me and live my life positively…. I am a size 8 and fluctuated up to a size 10 during the campaign. It’s ridiculous even to have this conversation because I am not overweight in the least and have a natural body weight.

But even if I were overweight, it would be ridiculous. I expected substantive criticism from conservative pundits for my views…. My intent was to generate discussion about the current problems facing the Republican Party. Unfortunately, even though Ingraham is more than 20 years older than I and has been a political pundit for longer, almost, than I have been alive, she responded in a form that was embarrassing to herself and to any woman listening to her radio program who was not a size 0.

In today’s society this is, unfortunately, predictable. Everyone from Jessica Simpson to Tyra Banks, Oprah and Hillary Clinton has fallen victim to this type of image-oriented bullying. Recent pictures of Pierce Brosnan’s wife, Keely Shaye Smith, on the beach in her bikini raised criticism about her weight and choice of bathing suit — as if the woman should be wearing a giant muumuu to swim in the ocean. After Kelly Clarkson’s recent appearance on “American Idol,” the first commentary I read on the Internet was about her weight gain instead of her singing.

My weight was consistently criticized throughout the campaign. Once someone even suggested I go to a plastic surgeon for liposuction. Afterward, I blogged about loving my body and suggested critics focus their insecurities about women’s bodies elsewhere. On the other side, my mother was constantly slammed for being too skinny, so the weight obsession of the media and our culture goes both ways. It also goes to both parties. Hillary Clinton has consistently received criticism for her pantsuits and figure. Whatever someone’s party, these criticisms are quite obviously both wrong and distracting from the larger issues at play.

The question remains: Why, after all this time and all the progress feminists have made, is weight still such an issue? And in Laura’s case, why in the world would a woman raise it? Today, taking shots at a woman’s weight has become one of the last frontiers in socially accepted prejudice.

Greinin birtist í NY Times 16. mars 2009.

2009-03-19

Hvað er líkamsvirðing?


Líkamsvirðing er að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Þegar við berum virðingu fyrir líkama okkar þá hugsum við vel um hann. Við reynum ekki að breyta honum eða „lagfæra“ hann heldur tökum honum eins og hann er. Við treystum þeim merkjum sem hann sendir okkur og förum eftir þeim. Þegar við erum svöng eða þreytt þá gefum við líkama okkar það sem hann þarfnast. Við reynum ekki að sigrast á honum, pína hann áfram eða refsa honum. Alltof margir hafa gert líkama sinn að óvini sínum. Viðhorf þeirra einkennist af hörku, óraunhæfum kröfum, vonbrigðum og óánægju. Þetta er uppskrift að mikilli óhamingju því við erum föst í líkama okkar til æviloka. Það er eins gott að okkur líði vel þar.

Líkamsvirðing vísar einnig til þess að allir líkamar eiga rétt á sömu virðingu. Þetta orð er herör gegn þeim fordómum og mismunun sem ríkja í tengslum við líkamsvöxt í vestrænum samfélögum. Við berum meiri virðingu fyrir fólki sem er grannvaxið heldur en þeim sem eru feitlagnir. Þetta er staðreynd. Þetta er samt ekki réttlátt, frekar en að bera meiri virðingu fyrir körlum en konum, ungu fólki en gömlu, hvítu en svörtu og svo mætti lengi telja. Allir fordómar eru samfélaginu til minnkunar og fórnarlömbunum til ómælds sársauka.

Líkamsvirðing er mannréttindayfirlýsing. Við eigum öll rétt á því að lifa í sátt við okkur sjálf og líða vel í eigin skinni.

2009-03-13

Slagurinn er hafinn


Ég hef hugsað lengi um að byrja að blogga, en eins og svo oft þegar manni liggur mikið á hjarta, þá veit maður ekki hvar maður á að byrja. Nú hef ég hins vegar ákveðið að láta slag standa.

Þetta blogg á að vera um fitu. Fitu sem heilbrigðismál. Fitu sem félagslegt fyrirbæri. Fitu sem mannréttindamál. Hér verður fjallað um allar þær óskrifuðu reglur sem ríkja í kringum okkur um líkamsvöxt og útlit og rætt á gagnrýninn máta um það sem tengist þessu efni hverju sinni.

Ég held að fæstir geri sér grein fyrir því hvað fita leikur stórt hlutverk í lífi þeirra. Öll erum við alin upp við að fita sé slæm, ljót, heilsuspillandi og merki um persónulegan veikleika. Það er erfitt að ná fullorðinsaldri í okkar heimshluta og líta fitu, hvort sem er okkar eigin eða annarra, jákvæðum augum eða hlutlausum augum. Vonandi verður þetta blogg liður í að breyta því.

Hér verður líka fjallað um líkamsvirðingu, orðið sem ég bjó til þegar ég var að reyna að koma orðum yfir hvað það er sem ég er að berjast fyrir. Mig dreymir um veröld þar sem allir njóta sömu virðingar óháð líkamsvexti. Þar sem sú staðreynd að líkamar fólks eru mismunandi er viðurkennd á sama hátt og við viðurkennum að hárlitur og skóstærð fólks er misjöfn. Þar sem fólk fær tækifæri til að líða vel í líkama sínum, þykja vænt um hann og hugsa vel um hann alla ævi. Í slíkri veröld er enginn litinn hornauga vegna holdafarsins, engin ástæða er til þess að skammast sín fyrir líkama sinn og átraskanir og hættulegar megrunar- og fegrunaraðgerðir heyra sögunni til, enda enginn tilgangur með því að nota öfgafullar aðferðir til að breyta líkama sínum þegar það hefur enga félagslega þýðingu.