2009-04-25

Ný rannsókn um megrun


Í ársbyrjun birtist grein í New England Journal of Medicine sem sagði frá rannsókn þar sem bornar voru saman ýmsar tegundir megrunar, svo sem fitusnauð megrun, kolvetnissnauð megrun o.s.frv. Í ljós kom að enginn megrunarkúr virkaði betur en annar og langtímaárangur allra var afar slakur (3-4 kg. að meðaltali). Eins og áratugarannsóknir hafa nú sýnt er framvinda megrunar ákaflega fyrirsjáanleg. Þeir sem halda hana út grennast að jafnaði um 5-10% af líkamsþunga sínum en með tímanum bæta þeir öllu á sig aftur. Því lengur sem fylgst er með þátttakendum, þeim mun nær komast þeir sinni upprunalegu þyngd. Hér er tilvitnun úr ritstjórnargrein Martijns B. Katan um niðurstöður rannsóknarinnar:
The inability of the volunteers to maintain their diets must give us pause. The study was led by seasoned investigators who were experienced in the performance of diet and drug trials. The participants were highly educated, enthusiastic, and carefully selected. They were offered 59 group and 13 individual training sessions over the course of 2 years. Nonetheless, their body-mass index (the weight in kilograms divided by the square of the height in meters) after 2 years averaged 31 to 32 and was moving up again. Thus, even these highly motivated, intelligent participants who were coached by expert professionals could not achieve the weight losses needed to reverse the obesity epidemic.
Sem sagt, þrátt fyrir bestu mögulegar aðstæður—viljuga þátttakendur, vandaða meðferð og sérþekkingu fagaðila—var árangur sáralítill að tveimur árum liðnum. Þátttakendur voru enn „of feitir“ og nálguðust óðum sína fyrri þyngd. Martin heldur áfram:

It is obvious by now that weight losses among participants in diet trials will at best average 3 to 4 kg after 2 to 4 years. ... We do not need another diet trial; we need a change of paradigm.

Það er rétt að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt. Martin leggur til lausn sem hann nefnir „total-environment approach“ og vísar til þess að umhverfið þurfi að styðja betur við heilbrigðan lífsstíl. Gott og vel. En að ímynda sér að það verði til þess að allir verði í „kjörþyngd“ er mikil óskhyggja—eða hryllingssýn—eftir því hvernig á það er litið. Það eru nefnilega ekki bara lifnaðarhættir sem stýra holdafari fólks, heldur eiga erfðir líka stóran hlut að máli. Þess vegna er í raun fásinna að ætla að „berjast gegn offitu“. Það væri alveg eins hægt að berjast gegn því að fólk væri með freknur eða stórt nef. Sumir verða alltaf feitir, jafnvel þótt þeir lifi heilbrigðu lífi. Þess vegna þurfum við í alvöru að hugsa hlutina upp á nýtt. Hætta að berjast gegn tilteknu holdafari og hvetja fólk í staðinn til að hugsa vel um líkama sinn—hvernig sem það er vaxið.

2009-04-19

Megrun sem pyntingaraðferð


In an effort to rationalize the use of dietary manipulation on detainees, Bush administration officials turned to Slim Fast and Jenny Craig.

In a footnote to a May 10, 2005, memorandum from the Office of Legal Council, the Bush attorney general's office argued that restricting the caloric intake of terrorist suspects to 1000 calories a day was medically safe because people in the United States were dieting along those lines voluntarily.

"While detainees subject to dietary manipulation are obviously situated differently from individuals who voluntarily engage in commercial weight-loss programs, we note that widely available commercial weight-loss programs in the United States employ diets of 1000 kcal/day for sustain periods of weeks or longer without requiring medical supervision," read the footnote. "While we do not equate commercial weight loss programs and this interrogation technique, the fact that these calorie levels are used in the weight-loss programs, in our view, is instructive in evaluating the medical safety of the interrogation technique."

Buried on the seventh page of a 43-page document, the note on dietary restrictions underscores the painstaking detail to which the Bush administration went in order to validate the use of harsh interrogation techniques. It also reflects a tendency by the memo's authors to put some of their more interesting reflections not in the text of the memo itself, but in the footnotes.

Also listed at the bottom of some of the memorandum pages are admissions of interrogations that crossed medical and ethical lines, tips on how to prolong techniques while staying within the confines of the legal limits, and detailed efforts to objectively define what constitutes torture and pain.


Lesa meira: http://www.huffingtonpost.com/2009/04/17/bush-torture-memos-commer_n_188190.html?view=screen

2009-04-15

Meira um heilsu óháð holdafari

Heilsa óháð holdafari (Health At Every Size) er ný nálgun að heilbrigði þar sem áhersla er lögð á heilbrigðar lífsvenjur, bætta sjálfsmynd og aukna vellíðan án áherslu á þyngd eða líkamsvöxt. Þessi hugmyndafræði er sprottin út frá óánægju með ríkjandi nálgun þar sem heilsuefling er samofin áherslu á þyngdarstjórnun. Rannsóknir sem sýna mikla erfiðleika við að ná langvarandi þyngdartapi, ýmis vandamál í tengslum við þyngdartap og þyngdarsveiflur og betri afkomulíkur meðal þeirra sem temja sér heilsusamlegri lífsvenjur þrátt fyrir litlar breytingar á þyngd benda allar til þess að ríkjandi áherslur séu rangar. Af þeim sökum hafa fræðimenn og fagaðilar víðsvegar um heim mælst til þess að ný stefna verði tekin upp þar sem áhersla verði lögð á lífsvenjur og heilsu en ekki holdafar sem slíkt. Þetta sjónarmið felur í sér byltingarkennda viðhorfsbreytingu gagnvart heilbrigði, þar sem hvorki er gert ráð fyrir því að grannur líkami sé forsenda góðrar heilsu né að þyngdartap þurfi að vera markmið heilsueflingar.

Ýmisleg bendir til þess að slík heilbrigðisstefna yrði heillavænlegri en sú sem nú er við lýði. Til dæmis er enginn undanskilinn nauðsyn þess að lifa heilbrigðu lífi ef áhersla er lögð á heilsu en ekki holdafar. Þegar þyngdartap er helsta markmið hollra lífshátta hafa þeir sem eru grannir frá náttúrunnar hendi litla ástæðu til þess að huga að matarvenjum sínum eða hreyfingu. Þeir hreykja sér þvert á móti af því að geta borðað hvað sem er án þess að fitna. Að líta á holdarfar sem mælistiku á heilbrigði gefur grönnu fólki falska öryggiskennd og letur það til þess að tileinka sér heilbrigðari lífsvenjur. Þetta getur haft afdrifaríkar afleiðingar þar sem rannsóknir sýna að kyrrsetufólk lifir skemur en þeir sem stunda reglulega hreyfingu óháð þyngd. Auk þess eru margir lífsstílstengdir kvillar grönnu fólki hættumeiri en þeim sem eru feitari.


Markmið almennrar heilsueflingar hlýtur að vera að fólk geri varanlegar breytingar á lífsvenjum sínum. Áhersla á þyngdartap er á margan hátt andstæð slíku markmiði. Þar sem fæstum tekst að grennast til frambúðar er algengt að fólk gefist upp á hollum lífsháttum þegar megrunartilraunirþeirra renna út í sandinn. Þar sem við höfum mun meiri stjórn á hegðun okkar en holdarfari er líklegra að jákvæðar breytingar verði varanlegar þegar heilsusamlegur lífsstíll er markmið í sjálfu sér.

Þessu til stuðnings sýndi nýleg rannsókn að brottfall úr meðferð sem byggðist á heilsu óháð holdarfari (Health At Every Size) var mun minna en í hefðbundinni þyngdartapsmeðferð (þ.e. megrun). Rannsakendur skiptu feitum konum með tilviljunaraðferð í tvo hópa sem fóru annað hvort í megrun (hollt mataræði, hreyfing, atferlismótun) eða meðferð sem byggðist á heilsu óháð holdarfari. Niðurstöður sýndu að þrátt fyrir að einungis konur í megrunarhóp hefðu grennst þá uppskáru báðir hópar svipaða heilsubót af þátttöku sinni, svo sem lægri blóðþrýsting, minnkaðar blóðfitur, bættar matarvenjur og betri líðan. Mun fleiri luku hins vegar við meðferð í heilsu óháð holdarfari-hópnum, en brottfall var aðeins 8% á móti 41% meðal þeirra sem voru í megrunarhóp.

Við tveggja ára eftirfylgd kom í ljós að nær allar af þeim jákvæðu breytingum sem orðið höfðu á líðan og heilsu kvennanna voru enn til staðar meðal þeirra sem breyttu um lífsvenjur án þess að reyna að grennast—en ekki meðal þeirra sem fóru í megrun. Til dæmis höfðu konur í fyrrnefnda hópnum haldið bættum matarvenjum og aukinni hreyfingu en þær í síðarnefnda hópnum höfðu smátt og smátt horfið aftur til fyrri lífsvenja. Eins og við var að búast höfðu konur í megrunarhópnum einnig náð aftur sinni upprunalegu þyngd. Konur í heilsu óháð holdarfari-hópnum höfðu hins vegar lægri blóðþrýsting og blóðfitur, færri þunglyndiseinkenni og meiri sjálfsvirðingu tveimur árum seinna. Þessar niðurstöður sýna ekki aðeins að hægt er að bæta heilsuna án þess að grennast heldur einnig að hvatning til heilbrigðari lífshátta án áherslu á holdafar eykur líkur á því að fólk haldi bættum lífsvenjum og betri heilsu til lengri tíma.




Heimildir:

Bacon, L., Stern, J. S., Van Loan, M. D. og Keim, N. L. (2005). Size acceptance and intuitive eating improves health for obese, female chronic dieters. Journal of the American Dietetic Association 105, 929-936.

Barlow, C. E., Kohl, H. W., Gibbons, L. W. og Blair, S. N. (1995). Physical fitness, mortality and obesity. International Journal of Obesity19S41-S44.  

Berg, F. M. (1999). Health risks associated with weight loss and obesity treatment programs.Journal of Social Issues, 55, 277-297.

Cogan, J. C. og Ernsberger, P. (1999). Dieting, weight, and health: Reconceptualizing research and policy. Journal of Social Issues, 55, 187-205.

Mann, T.A., Tomyama, J., Westling, E., Lew, A.M., Samuels, B. og Chatman, J. (2007).  Medicare's search for effective obesity treatment: Diets are not the answer. American Psychologist, 62, 220-233.  

Korkeila, M., Rissanen, A., Kaprio, J., Sørensen, T. I., Koskenvuo, M. (1999). Weight-loss attempts and risk of major weight gain: A prospective study in Finnish Adults. American Journal of Clinical Nutrition, 70, 965-975.



2009-04-10

Syndir og endurlausnir


Hér er sérlega skemmtilegur útvarpsþáttur um flókið samband okkar við fitu og skömm okkar og hræðslu við hana: Thinness and salvation eftir Söruh Yahm. Einkar áhugaverðar vangaveltur um bandarískt samfélag, heilsukvíða, neysluhyggju, siðferði og trúarlegt gildi þyngdarstjórnunar. Mjög við hæfi á þessum degi.

2009-04-07

Heimur batnandi fer


Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að íslenskir karlmenn verði allra karla elstir í Evrópu. Íslenskir karlmenn geta nú átt von á því að verða tæplega áttræðir og konurnar 83ja ára. Til samanburðar var meðalævilengd Íslendinga fyrir 150 árum um 40 ár. Lífslíkur hér á landi hafa aukist jafnt og þétt alla 20. öldina og bera skýran vott um batnandi heilsufar, velmegun og velsæld. 


Þetta kann að koma þeim á óvart sem lagt hafa hlustir við þann endalausa hræðsluáróður um slæmar lífsvenjur, offitu og yfirvofandi krísuástand í heilbrigðismálum sem dunið hefur á okkur undanfarinn áragtug. Miðað við þá umfjöllun mætti halda að heilsufar hér á landi væri einkar slæmt. En það er öðru nær. Við lifum mun heilbrigðara lífi nú en fyrir nokkrum áratugum síðan. Mun færri reykja nú en áður, mun fleiri hreyfa sig í frístundum, fituneysla hefur dregist saman, neysla grænmetis og ávaxta hefur aukist og við drekkum meira vatn. Meðallegutími á sjúkrahúsum hefur minnkað úr 7 dögum árið 1990 í 5,4 daga árið 2005. Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur dregist saman og dauðsföllum af þeirra völdum fækkað stórlega. Tíðni krabbameina hefur að vísu aukist á undanförnum árum, en lífslíkur þeirra sem greinast eru engu að síður betri en áður. Til dæmis lifðu aðeins 19% karla og 32% kvenna, sem greindust með krabbamein á 6. áratugnum, í fimm ár eða lengur. Í dag er þetta hlutfall 59% fyrir karla og 68% fyrir konur.

Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hörmungarspámenn hefja sinn trumbuslátt um versnandi heilsufar þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að við höfum aldrei haft það betra. 



Heimildir:
Könnun á mataræði Íslendinga 2002. Manneldisráð Íslands. 
Frétt um skýrslu OECD á vef Hagstofu Íslands 2007. 
Heilbrigðismál, 2007, bls. 34.
Hjartavernd, 2000, bls. 19.
Hjartavernd, 2004, bls. 6-11.





2009-04-03

Ég hlakka til þegar ég verð orðinn gamall og þetta hættir...


Um daginn var á dagskrá áhugaverður heimildarþáttur á RÚV um gildi hreyfingar fyrir aldraða. Mjög hressandi að sjá fjallað um hreyfingu á þennan hátt - án nokkurrar líkamsþráhyggju. Það er nákvæmlega svona sem maður myndi nálgast hreyfingu út frá Heilsu óháð holdafari. Hreyfing á að vera skemmtileg og ánægjuleg. Hún hefur það markmið að manni líði vel og sé hraustur og glaður. Hreyfing ætti ekki að vera þjáning eða kvöð sem maður lætur sig hafa í von um grennri og stæltari líkama. Sannleikurinn er sá að aukin hreyfing skilar sjaldnast stórkostlegri útlitslegri umbreytingu. Helsti ávinningurinn er aukið þrek, úthald, orka og hreyfanleiki, aukin vellíðan og lífsgleði. Fólk verður síður veikt og líkaminn virkar betur. Merkilegt að þennan heilbrigða og skynsamlega fókus í sambandi við heilsurækt sé aðeins að finna meðal aldraðra. Þýðir þetta að við hin verðum að láta okkur lynda stöðugt fjas um fitumælingar og þyngdartap þangað til við komumst á elliár?