2009-06-11

Líkamsvirðing á eyjunniBloggið hefur nú fært sig yfir á eyjuna: http://blog.eyjan.is/likamsvirding/
2009-05-06

Megrunarlausi dagurinn


Dagurinn í dag er alþjóðlegur baráttudagur fyrir líkamsvirðingu. Það er svo merkilegt að eftir alla mannréttindabaráttu 20. aldar þá höfum við ekki enn skilið grundvallaratriði slíkrar baráttu, sem er að allir eiga sama tilverurétt. Við tökum bara fyrir eitt baráttumál í einu - kvenréttindi, réttindi samkynhneigðra o.s.frv. - og þrátt fyrir að árangur náist á einu sviði þá yfirfærist það ekki á önnur. Aðrir hópar sem koma á eftir þurfa alltaf að byrja á byrjuninni með sína baráttu og útskýra fyrir fólki, einu sinni enn, af hverju allir eiga rétt á sömu virðingu. Hvernig væri að við myndum bara ná þessu í eitt skipti fyrir öll?

Við erum öll mismunandi. Við eigum öll sama réttinn til þess að lifa í friði og sátt við okkur sjálf. Hættum að biðjast afsökunar á því hvernig við erum og komum út úr skápnum sem lágvaxin, hávaxin, feit eða mjó og allt þar á milli.

Þetta lag var samið um baráttu samkynhneigðra en á jafn vel við í dag, því öll mannréttindabarátta snýst um það sama - nefnilega þetta:
2009-05-01

Hættuleg megrunarpilla


Bandaríska lyfja- og matvælaeftirlitið (FDA) hefur gefið út yfirlýsingu þar sem varað er við notkun fitubrennsluefnisins Hydroxycut. Fjöldi tilfella um alvarleg veikindi og a.m.k. eitt dauðsfall hafa verið rakin til notkunar þess. Fæðubótaefni hafa lengi verið mjög umdeild meðal heilbrigðisstarfsmanna og segja margir að þau falli í tvo flokka: Ef þau eru skaðlaus þá eru þau yfirleitt gagnslaus. Ef þau virka, þá eru þau oftast hættuleg. 


Hydroxycut hefur verið til sölu hér á landi um nokkurt skeið og hafa auglýsingar á þessu efni verið afar áberandi. Til dæmis hafa verið auglýst afsláttartilboð aftan á bíómiðum, jafnvel á barnasýningum. Mörgum þykir þar nóg um, ekki síst vegna þess að hægt er að nálgast þessi efni í næstu verslun. Íslenskir neytendur hafa því miður ekki farið varhluta af skaðlegum aukaverkunum og var nýlega sagt frá því að ungur maður hefði fengið hjartaáfall eftir notkun Hydroxycut. Eins og þeir segja - það virkar!


2009-04-25

Ný rannsókn um megrun


Í ársbyrjun birtist grein í New England Journal of Medicine sem sagði frá rannsókn þar sem bornar voru saman ýmsar tegundir megrunar, svo sem fitusnauð megrun, kolvetnissnauð megrun o.s.frv. Í ljós kom að enginn megrunarkúr virkaði betur en annar og langtímaárangur allra var afar slakur (3-4 kg. að meðaltali). Eins og áratugarannsóknir hafa nú sýnt er framvinda megrunar ákaflega fyrirsjáanleg. Þeir sem halda hana út grennast að jafnaði um 5-10% af líkamsþunga sínum en með tímanum bæta þeir öllu á sig aftur. Því lengur sem fylgst er með þátttakendum, þeim mun nær komast þeir sinni upprunalegu þyngd. Hér er tilvitnun úr ritstjórnargrein Martijns B. Katan um niðurstöður rannsóknarinnar:
The inability of the volunteers to maintain their diets must give us pause. The study was led by seasoned investigators who were experienced in the performance of diet and drug trials. The participants were highly educated, enthusiastic, and carefully selected. They were offered 59 group and 13 individual training sessions over the course of 2 years. Nonetheless, their body-mass index (the weight in kilograms divided by the square of the height in meters) after 2 years averaged 31 to 32 and was moving up again. Thus, even these highly motivated, intelligent participants who were coached by expert professionals could not achieve the weight losses needed to reverse the obesity epidemic.
Sem sagt, þrátt fyrir bestu mögulegar aðstæður—viljuga þátttakendur, vandaða meðferð og sérþekkingu fagaðila—var árangur sáralítill að tveimur árum liðnum. Þátttakendur voru enn „of feitir“ og nálguðust óðum sína fyrri þyngd. Martin heldur áfram:

It is obvious by now that weight losses among participants in diet trials will at best average 3 to 4 kg after 2 to 4 years. ... We do not need another diet trial; we need a change of paradigm.

Það er rétt að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt. Martin leggur til lausn sem hann nefnir „total-environment approach“ og vísar til þess að umhverfið þurfi að styðja betur við heilbrigðan lífsstíl. Gott og vel. En að ímynda sér að það verði til þess að allir verði í „kjörþyngd“ er mikil óskhyggja—eða hryllingssýn—eftir því hvernig á það er litið. Það eru nefnilega ekki bara lifnaðarhættir sem stýra holdafari fólks, heldur eiga erfðir líka stóran hlut að máli. Þess vegna er í raun fásinna að ætla að „berjast gegn offitu“. Það væri alveg eins hægt að berjast gegn því að fólk væri með freknur eða stórt nef. Sumir verða alltaf feitir, jafnvel þótt þeir lifi heilbrigðu lífi. Þess vegna þurfum við í alvöru að hugsa hlutina upp á nýtt. Hætta að berjast gegn tilteknu holdafari og hvetja fólk í staðinn til að hugsa vel um líkama sinn—hvernig sem það er vaxið.

2009-04-19

Megrun sem pyntingaraðferð


In an effort to rationalize the use of dietary manipulation on detainees, Bush administration officials turned to Slim Fast and Jenny Craig.

In a footnote to a May 10, 2005, memorandum from the Office of Legal Council, the Bush attorney general's office argued that restricting the caloric intake of terrorist suspects to 1000 calories a day was medically safe because people in the United States were dieting along those lines voluntarily.

"While detainees subject to dietary manipulation are obviously situated differently from individuals who voluntarily engage in commercial weight-loss programs, we note that widely available commercial weight-loss programs in the United States employ diets of 1000 kcal/day for sustain periods of weeks or longer without requiring medical supervision," read the footnote. "While we do not equate commercial weight loss programs and this interrogation technique, the fact that these calorie levels are used in the weight-loss programs, in our view, is instructive in evaluating the medical safety of the interrogation technique."

Buried on the seventh page of a 43-page document, the note on dietary restrictions underscores the painstaking detail to which the Bush administration went in order to validate the use of harsh interrogation techniques. It also reflects a tendency by the memo's authors to put some of their more interesting reflections not in the text of the memo itself, but in the footnotes.

Also listed at the bottom of some of the memorandum pages are admissions of interrogations that crossed medical and ethical lines, tips on how to prolong techniques while staying within the confines of the legal limits, and detailed efforts to objectively define what constitutes torture and pain.


Lesa meira: http://www.huffingtonpost.com/2009/04/17/bush-torture-memos-commer_n_188190.html?view=screen

2009-04-15

Meira um heilsu óháð holdafari

Heilsa óháð holdafari (Health At Every Size) er ný nálgun að heilbrigði þar sem áhersla er lögð á heilbrigðar lífsvenjur, bætta sjálfsmynd og aukna vellíðan án áherslu á þyngd eða líkamsvöxt. Þessi hugmyndafræði er sprottin út frá óánægju með ríkjandi nálgun þar sem heilsuefling er samofin áherslu á þyngdarstjórnun. Rannsóknir sem sýna mikla erfiðleika við að ná langvarandi þyngdartapi, ýmis vandamál í tengslum við þyngdartap og þyngdarsveiflur og betri afkomulíkur meðal þeirra sem temja sér heilsusamlegri lífsvenjur þrátt fyrir litlar breytingar á þyngd benda allar til þess að ríkjandi áherslur séu rangar. Af þeim sökum hafa fræðimenn og fagaðilar víðsvegar um heim mælst til þess að ný stefna verði tekin upp þar sem áhersla verði lögð á lífsvenjur og heilsu en ekki holdafar sem slíkt. Þetta sjónarmið felur í sér byltingarkennda viðhorfsbreytingu gagnvart heilbrigði, þar sem hvorki er gert ráð fyrir því að grannur líkami sé forsenda góðrar heilsu né að þyngdartap þurfi að vera markmið heilsueflingar.

Ýmisleg bendir til þess að slík heilbrigðisstefna yrði heillavænlegri en sú sem nú er við lýði. Til dæmis er enginn undanskilinn nauðsyn þess að lifa heilbrigðu lífi ef áhersla er lögð á heilsu en ekki holdafar. Þegar þyngdartap er helsta markmið hollra lífshátta hafa þeir sem eru grannir frá náttúrunnar hendi litla ástæðu til þess að huga að matarvenjum sínum eða hreyfingu. Þeir hreykja sér þvert á móti af því að geta borðað hvað sem er án þess að fitna. Að líta á holdarfar sem mælistiku á heilbrigði gefur grönnu fólki falska öryggiskennd og letur það til þess að tileinka sér heilbrigðari lífsvenjur. Þetta getur haft afdrifaríkar afleiðingar þar sem rannsóknir sýna að kyrrsetufólk lifir skemur en þeir sem stunda reglulega hreyfingu óháð þyngd. Auk þess eru margir lífsstílstengdir kvillar grönnu fólki hættumeiri en þeim sem eru feitari.


Markmið almennrar heilsueflingar hlýtur að vera að fólk geri varanlegar breytingar á lífsvenjum sínum. Áhersla á þyngdartap er á margan hátt andstæð slíku markmiði. Þar sem fæstum tekst að grennast til frambúðar er algengt að fólk gefist upp á hollum lífsháttum þegar megrunartilraunirþeirra renna út í sandinn. Þar sem við höfum mun meiri stjórn á hegðun okkar en holdarfari er líklegra að jákvæðar breytingar verði varanlegar þegar heilsusamlegur lífsstíll er markmið í sjálfu sér.

Þessu til stuðnings sýndi nýleg rannsókn að brottfall úr meðferð sem byggðist á heilsu óháð holdarfari (Health At Every Size) var mun minna en í hefðbundinni þyngdartapsmeðferð (þ.e. megrun). Rannsakendur skiptu feitum konum með tilviljunaraðferð í tvo hópa sem fóru annað hvort í megrun (hollt mataræði, hreyfing, atferlismótun) eða meðferð sem byggðist á heilsu óháð holdarfari. Niðurstöður sýndu að þrátt fyrir að einungis konur í megrunarhóp hefðu grennst þá uppskáru báðir hópar svipaða heilsubót af þátttöku sinni, svo sem lægri blóðþrýsting, minnkaðar blóðfitur, bættar matarvenjur og betri líðan. Mun fleiri luku hins vegar við meðferð í heilsu óháð holdarfari-hópnum, en brottfall var aðeins 8% á móti 41% meðal þeirra sem voru í megrunarhóp.

Við tveggja ára eftirfylgd kom í ljós að nær allar af þeim jákvæðu breytingum sem orðið höfðu á líðan og heilsu kvennanna voru enn til staðar meðal þeirra sem breyttu um lífsvenjur án þess að reyna að grennast—en ekki meðal þeirra sem fóru í megrun. Til dæmis höfðu konur í fyrrnefnda hópnum haldið bættum matarvenjum og aukinni hreyfingu en þær í síðarnefnda hópnum höfðu smátt og smátt horfið aftur til fyrri lífsvenja. Eins og við var að búast höfðu konur í megrunarhópnum einnig náð aftur sinni upprunalegu þyngd. Konur í heilsu óháð holdarfari-hópnum höfðu hins vegar lægri blóðþrýsting og blóðfitur, færri þunglyndiseinkenni og meiri sjálfsvirðingu tveimur árum seinna. Þessar niðurstöður sýna ekki aðeins að hægt er að bæta heilsuna án þess að grennast heldur einnig að hvatning til heilbrigðari lífshátta án áherslu á holdafar eykur líkur á því að fólk haldi bættum lífsvenjum og betri heilsu til lengri tíma.
Heimildir:

Bacon, L., Stern, J. S., Van Loan, M. D. og Keim, N. L. (2005). Size acceptance and intuitive eating improves health for obese, female chronic dieters. Journal of the American Dietetic Association 105, 929-936.

Barlow, C. E., Kohl, H. W., Gibbons, L. W. og Blair, S. N. (1995). Physical fitness, mortality and obesity. International Journal of Obesity19S41-S44.  

Berg, F. M. (1999). Health risks associated with weight loss and obesity treatment programs.Journal of Social Issues, 55, 277-297.

Cogan, J. C. og Ernsberger, P. (1999). Dieting, weight, and health: Reconceptualizing research and policy. Journal of Social Issues, 55, 187-205.

Mann, T.A., Tomyama, J., Westling, E., Lew, A.M., Samuels, B. og Chatman, J. (2007).  Medicare's search for effective obesity treatment: Diets are not the answer. American Psychologist, 62, 220-233.  

Korkeila, M., Rissanen, A., Kaprio, J., Sørensen, T. I., Koskenvuo, M. (1999). Weight-loss attempts and risk of major weight gain: A prospective study in Finnish Adults. American Journal of Clinical Nutrition, 70, 965-975.2009-04-10

Syndir og endurlausnir


Hér er sérlega skemmtilegur útvarpsþáttur um flókið samband okkar við fitu og skömm okkar og hræðslu við hana: Thinness and salvation eftir Söruh Yahm. Einkar áhugaverðar vangaveltur um bandarískt samfélag, heilsukvíða, neysluhyggju, siðferði og trúarlegt gildi þyngdarstjórnunar. Mjög við hæfi á þessum degi.

2009-04-07

Heimur batnandi fer


Í Fréttablaðinu í dag er sagt frá því að íslenskir karlmenn verði allra karla elstir í Evrópu. Íslenskir karlmenn geta nú átt von á því að verða tæplega áttræðir og konurnar 83ja ára. Til samanburðar var meðalævilengd Íslendinga fyrir 150 árum um 40 ár. Lífslíkur hér á landi hafa aukist jafnt og þétt alla 20. öldina og bera skýran vott um batnandi heilsufar, velmegun og velsæld. 


Þetta kann að koma þeim á óvart sem lagt hafa hlustir við þann endalausa hræðsluáróður um slæmar lífsvenjur, offitu og yfirvofandi krísuástand í heilbrigðismálum sem dunið hefur á okkur undanfarinn áragtug. Miðað við þá umfjöllun mætti halda að heilsufar hér á landi væri einkar slæmt. En það er öðru nær. Við lifum mun heilbrigðara lífi nú en fyrir nokkrum áratugum síðan. Mun færri reykja nú en áður, mun fleiri hreyfa sig í frístundum, fituneysla hefur dregist saman, neysla grænmetis og ávaxta hefur aukist og við drekkum meira vatn. Meðallegutími á sjúkrahúsum hefur minnkað úr 7 dögum árið 1990 í 5,4 daga árið 2005. Tíðni hjarta- og æðasjúkdóma hefur dregist saman og dauðsföllum af þeirra völdum fækkað stórlega. Tíðni krabbameina hefur að vísu aukist á undanförnum árum, en lífslíkur þeirra sem greinast eru engu að síður betri en áður. Til dæmis lifðu aðeins 19% karla og 32% kvenna, sem greindust með krabbamein á 6. áratugnum, í fimm ár eða lengur. Í dag er þetta hlutfall 59% fyrir karla og 68% fyrir konur.

Þetta er ágætt að hafa í huga þegar hörmungarspámenn hefja sinn trumbuslátt um versnandi heilsufar þjóðarinnar. Staðreyndin er sú að við höfum aldrei haft það betra. Heimildir:
Könnun á mataræði Íslendinga 2002. Manneldisráð Íslands. 
Frétt um skýrslu OECD á vef Hagstofu Íslands 2007. 
Heilbrigðismál, 2007, bls. 34.
Hjartavernd, 2000, bls. 19.
Hjartavernd, 2004, bls. 6-11.

2009-04-03

Ég hlakka til þegar ég verð orðinn gamall og þetta hættir...


Um daginn var á dagskrá áhugaverður heimildarþáttur á RÚV um gildi hreyfingar fyrir aldraða. Mjög hressandi að sjá fjallað um hreyfingu á þennan hátt - án nokkurrar líkamsþráhyggju. Það er nákvæmlega svona sem maður myndi nálgast hreyfingu út frá Heilsu óháð holdafari. Hreyfing á að vera skemmtileg og ánægjuleg. Hún hefur það markmið að manni líði vel og sé hraustur og glaður. Hreyfing ætti ekki að vera þjáning eða kvöð sem maður lætur sig hafa í von um grennri og stæltari líkama. Sannleikurinn er sá að aukin hreyfing skilar sjaldnast stórkostlegri útlitslegri umbreytingu. Helsti ávinningurinn er aukið þrek, úthald, orka og hreyfanleiki, aukin vellíðan og lífsgleði. Fólk verður síður veikt og líkaminn virkar betur. Merkilegt að þennan heilbrigða og skynsamlega fókus í sambandi við heilsurækt sé aðeins að finna meðal aldraðra. Þýðir þetta að við hin verðum að láta okkur lynda stöðugt fjas um fitumælingar og þyngdartap þangað til við komumst á elliár? 

2009-03-31

Röntgenaugu


Hér er áhugaverð grein um hvað þyngd er flókið fyrirbæri. Þarna eru sett fram spurningamerki við það að stimpla alla sem mælast yfir ákveðinni þyngd miðað við hæð „of þunga“ eða „of feita“ án tillits til lífsvenja eða heilsufarsmælinga. Talsverður hluti þeirra sem eru „of feitir“ samkvæmt skilgreiningu reynast vera fullkomnlega heilsuhraustir við nánari athugun. Af hverju ætti að líta á þennan hóp sem sjúkan ef ekkert er að honum? Sömuleiðis glímir talsverður hluti þeirra sem eru í kjörþyngd við „offitutengd“ vandamál á borð við háþrýsting og hækkaðar blóðfitur. Hvers vegna ekki að skilgreina heilbrigði út frá raunverulegum mælingum á heilsufari í stað þess að láta vigtina ráða? Það er ekki hægt að sjá það utan á fólki hvort það er heilbrigt eða lifir heilbrigðu lífi. Mjög mikið af veiku fólki er fullkomlega heilbrigt á að líta.


Heilbrigðu feitu fólki (metabolically healthy obese) var fyrst lýst á níunda áratug síðustu aldar. Þessi hópur á það sameiginlegt að hafa verið feitur frá unga aldri, hafa hlutfallslega litla fitu um miðju líkamans, sérstaklega af þeirri tegund sem sest í kringum innyflin, og hreyfa sig mikið. Fyrsta atriðið bendir til þess að þessi hópur sé í sinni náttúrulegu þyngd, sem ætti að útskýra að einhverju leyti af hverju honum stafar ekki hætta af þyngd sinni. Þetta fólk er ekki feitt af því það liggur fyrir framan sjónvarpið með súkkulaði í annarri hendinni og kokteilsósu í hinni, heldur af því líkamar þeirra eru þannig gerðir frá náttúrunnar hendi. Síðari atriðin tvö snúa meira að lífsvenjum. Rannsóknir sýna að það er helst sú fita sem safnast í kringum líffæri okkar sem hefur skaðleg áhrif á heilsu. Hreyfing vinnur stórlega gegn uppsöfnun slíkrar fitu.

Grannt fólk getur borið hlutfallslega mikla innyflafitu án þess að vita af því. Sömuleiðis getur feitt fólk haft lítið af þessari fitu þrátt fyrir að bera mikla fitu utan á sér. Báðir hópar geta hins vegar dregið verulega úr hættu á alvarlegum sjúkdómum með því að lifa heilbrigðu lífi. Hin augljósa niðurstaða ætti því að vera: Hvetjum alla til að lifa heilbrigðu lífi, óháð þyngd, og hættum að þykjast vera með röntgenaugu (að geta séð utan á fólki hversu heilbrigt það er).2009-03-25

Aumingjans Oprah


Aumingja Oprah. Hugsið ykkur. Fræg, virt, rík og valdamikil kona sem engu að síður er ævilangur þræll líkamsþráhyggjunnar. Það virðist augljóst þegar litið er yfir feril Opruh að henni er ætlað að vera þéttvaxin. Sá líkami sem sigrar að lokum er hennar náttúrulegi líkami. Oprah neitar hins vegar að horfast í augu við þetta og útskýrir fyrirspáanlega þyngdaraukningu í kjölfar hvers megrunarkúrs með því að hún hafi enn einu sinni fallið í freistni yfir poka af kartöfluflögum. Merkilegt að henni skuli aldrei detta nærtækasta skýringin í hug: Hún var aldrei grönn manneskja föst í feitum líkama, hún er náttúrulega feit og falleg kona sem er sífellt að reyna að þvinga líkama sinn í form sem passar honum ekki. Og hann sprettur til baka aftur og aftur eins og gormur um leið og þvingunartakinu sleppir.


2009-03-23

Heilsa óháð holdafari


Heilsa óháð holdafari (Health at Every Size) er ný nálgun að heilbrigði sem hafnar þeirri hugmynd að grannur vöxtur sé forsenda heilsu og hamingju. Í stað þess er lögð áhersla á:


• Að bæta heilsu
- áhersla á tilfinningalega, líkamlega og andlega velferð án áherslu á þyngd eða þyngdartap.

• Að bæta sjálfs- og líkamsmynd
- að bera virðingu fyrir dásamlegum fjölbreytileika líkamsvaxtar í stað þess að keppa að hinni „réttu“ þyngd eða líkamslögun.

• Að njóta þess að borða
- að borða samkvæmt innri merkjum hungurs og saðningar í stað þess að fylgja utanaðkomandi  reglum, boðum og bönnum.

• Að njóta þess að hreyfa líkamann

- að stunda reglulega og ánægjulega hreyfingu sem eykur lífsþrótt, hreysti og vellíðan í stað þess að hreyfa sig fyrst og fremst í þeim tilgangi að grennast.

• Að sporna gegn fitufordómum

- að gera sér grein fyrir því að líkamsstærð og þyngd segja ekki til um matarvenjur, hreyfingu, persónuleika eða mannkosti fólks. Fegurð og manngildi koma fyrir í öllum stærðum og gerðum.

2009-03-21

McCain um fitufordóma


Criticizing a woman’s weight is one of the “last frontiers” of socially-acceptable prejudice, says Meghan McCain, the daughter of Senator John McCain.

Ms. McCain, who calls herself a progressive Republican, was responding to remarks by conservative radio host Laura Ingraham. It all started when Ms. McCain, 24, criticized Republican pundit Ann Coulter for her extreme views in an online column and an interview with talk show host Rachel Maddow. That enraged Ms. Ingraham, who responded on her radio show by mimicking Ms. McCain, using a caustic “Valley girl” voice. (The blog ThinkProgress has the audio.) Among her remarks:

O.K., I was really hoping that I was going to get that role in “The Real World,” but then I realized that, well, they don’t like plus-sized models.

Ms. McCain, who would be considered normal weight by most standards, responded in The Daily Beast with a highly personal column called “The Politics of Weight.”

I have been teased about my weight and body figure since I was in middle school, and I decided a very long time ago to embrace what God gave me and live my life positively…. I am a size 8 and fluctuated up to a size 10 during the campaign. It’s ridiculous even to have this conversation because I am not overweight in the least and have a natural body weight.

But even if I were overweight, it would be ridiculous. I expected substantive criticism from conservative pundits for my views…. My intent was to generate discussion about the current problems facing the Republican Party. Unfortunately, even though Ingraham is more than 20 years older than I and has been a political pundit for longer, almost, than I have been alive, she responded in a form that was embarrassing to herself and to any woman listening to her radio program who was not a size 0.

In today’s society this is, unfortunately, predictable. Everyone from Jessica Simpson to Tyra Banks, Oprah and Hillary Clinton has fallen victim to this type of image-oriented bullying. Recent pictures of Pierce Brosnan’s wife, Keely Shaye Smith, on the beach in her bikini raised criticism about her weight and choice of bathing suit — as if the woman should be wearing a giant muumuu to swim in the ocean. After Kelly Clarkson’s recent appearance on “American Idol,” the first commentary I read on the Internet was about her weight gain instead of her singing.

My weight was consistently criticized throughout the campaign. Once someone even suggested I go to a plastic surgeon for liposuction. Afterward, I blogged about loving my body and suggested critics focus their insecurities about women’s bodies elsewhere. On the other side, my mother was constantly slammed for being too skinny, so the weight obsession of the media and our culture goes both ways. It also goes to both parties. Hillary Clinton has consistently received criticism for her pantsuits and figure. Whatever someone’s party, these criticisms are quite obviously both wrong and distracting from the larger issues at play.

The question remains: Why, after all this time and all the progress feminists have made, is weight still such an issue? And in Laura’s case, why in the world would a woman raise it? Today, taking shots at a woman’s weight has become one of the last frontiers in socially accepted prejudice.

Greinin birtist í NY Times 16. mars 2009.

2009-03-19

Hvað er líkamsvirðing?


Líkamsvirðing er að bera virðingu fyrir líkama sínum og annarra. Þegar við berum virðingu fyrir líkama okkar þá hugsum við vel um hann. Við reynum ekki að breyta honum eða „lagfæra“ hann heldur tökum honum eins og hann er. Við treystum þeim merkjum sem hann sendir okkur og förum eftir þeim. Þegar við erum svöng eða þreytt þá gefum við líkama okkar það sem hann þarfnast. Við reynum ekki að sigrast á honum, pína hann áfram eða refsa honum. Alltof margir hafa gert líkama sinn að óvini sínum. Viðhorf þeirra einkennist af hörku, óraunhæfum kröfum, vonbrigðum og óánægju. Þetta er uppskrift að mikilli óhamingju því við erum föst í líkama okkar til æviloka. Það er eins gott að okkur líði vel þar.

Líkamsvirðing vísar einnig til þess að allir líkamar eiga rétt á sömu virðingu. Þetta orð er herör gegn þeim fordómum og mismunun sem ríkja í tengslum við líkamsvöxt í vestrænum samfélögum. Við berum meiri virðingu fyrir fólki sem er grannvaxið heldur en þeim sem eru feitlagnir. Þetta er staðreynd. Þetta er samt ekki réttlátt, frekar en að bera meiri virðingu fyrir körlum en konum, ungu fólki en gömlu, hvítu en svörtu og svo mætti lengi telja. Allir fordómar eru samfélaginu til minnkunar og fórnarlömbunum til ómælds sársauka.

Líkamsvirðing er mannréttindayfirlýsing. Við eigum öll rétt á því að lifa í sátt við okkur sjálf og líða vel í eigin skinni.

2009-03-13

Slagurinn er hafinn


Ég hef hugsað lengi um að byrja að blogga, en eins og svo oft þegar manni liggur mikið á hjarta, þá veit maður ekki hvar maður á að byrja. Nú hef ég hins vegar ákveðið að láta slag standa.

Þetta blogg á að vera um fitu. Fitu sem heilbrigðismál. Fitu sem félagslegt fyrirbæri. Fitu sem mannréttindamál. Hér verður fjallað um allar þær óskrifuðu reglur sem ríkja í kringum okkur um líkamsvöxt og útlit og rætt á gagnrýninn máta um það sem tengist þessu efni hverju sinni.

Ég held að fæstir geri sér grein fyrir því hvað fita leikur stórt hlutverk í lífi þeirra. Öll erum við alin upp við að fita sé slæm, ljót, heilsuspillandi og merki um persónulegan veikleika. Það er erfitt að ná fullorðinsaldri í okkar heimshluta og líta fitu, hvort sem er okkar eigin eða annarra, jákvæðum augum eða hlutlausum augum. Vonandi verður þetta blogg liður í að breyta því.

Hér verður líka fjallað um líkamsvirðingu, orðið sem ég bjó til þegar ég var að reyna að koma orðum yfir hvað það er sem ég er að berjast fyrir. Mig dreymir um veröld þar sem allir njóta sömu virðingar óháð líkamsvexti. Þar sem sú staðreynd að líkamar fólks eru mismunandi er viðurkennd á sama hátt og við viðurkennum að hárlitur og skóstærð fólks er misjöfn. Þar sem fólk fær tækifæri til að líða vel í líkama sínum, þykja vænt um hann og hugsa vel um hann alla ævi. Í slíkri veröld er enginn litinn hornauga vegna holdafarsins, engin ástæða er til þess að skammast sín fyrir líkama sinn og átraskanir og hættulegar megrunar- og fegrunaraðgerðir heyra sögunni til, enda enginn tilgangur með því að nota öfgafullar aðferðir til að breyta líkama sínum þegar það hefur enga félagslega þýðingu.