2009-05-06

Megrunarlausi dagurinn


Dagurinn í dag er alþjóðlegur baráttudagur fyrir líkamsvirðingu. Það er svo merkilegt að eftir alla mannréttindabaráttu 20. aldar þá höfum við ekki enn skilið grundvallaratriði slíkrar baráttu, sem er að allir eiga sama tilverurétt. Við tökum bara fyrir eitt baráttumál í einu - kvenréttindi, réttindi samkynhneigðra o.s.frv. - og þrátt fyrir að árangur náist á einu sviði þá yfirfærist það ekki á önnur. Aðrir hópar sem koma á eftir þurfa alltaf að byrja á byrjuninni með sína baráttu og útskýra fyrir fólki, einu sinni enn, af hverju allir eiga rétt á sömu virðingu. Hvernig væri að við myndum bara ná þessu í eitt skipti fyrir öll?

Við erum öll mismunandi. Við eigum öll sama réttinn til þess að lifa í friði og sátt við okkur sjálf. Hættum að biðjast afsökunar á því hvernig við erum og komum út úr skápnum sem lágvaxin, hávaxin, feit eða mjó og allt þar á milli.

Þetta lag var samið um baráttu samkynhneigðra en á jafn vel við í dag, því öll mannréttindabarátta snýst um það sama - nefnilega þetta:




2 comments:

  1. Já ég er ýkt sammála þér með að þetta lag eigi mjög vel við þetta efni líka Sigrún, að vera ánægður með bæði útlit og sjálfan sig almennt. Til hamingju með daginn elsku vinkona :-)

    ReplyDelete
  2. This comment has been removed by the author.

    ReplyDelete