Ný rannsókn um megrun
Í ársbyrjun birtist grein í New England Journal of Medicine sem sagði frá rannsókn þar sem bornar voru saman ýmsar tegundir megrunar, svo sem fitusnauð megrun, kolvetnissnauð megrun o.s.frv. Í ljós kom að enginn megrunarkúr virkaði betur en annar og langtímaárangur allra var afar slakur (3-4 kg. að meðaltali). Eins og áratugarannsóknir hafa nú sýnt er framvinda megrunar ákaflega fyrirsjáanleg. Þeir sem halda hana út grennast að jafnaði um 5-10% af líkamsþunga sínum en með tímanum bæta þeir öllu á sig aftur. Því lengur sem fylgst er með þátttakendum, þeim mun nær komast þeir sinni upprunalegu þyngd. Hér er tilvitnun úr ritstjórnargrein Martijns B. Katan um niðurstöður rannsóknarinnar:
The inability of the volunteers to maintain their diets must give us pause. The study was led by seasoned investigators who were experienced in the performance of diet and drug trials. The participants were highly educated, enthusiastic, and carefully selected. They were offered 59 group and 13 individual training sessions over the course of 2 years. Nonetheless, their body-mass index (the weight in kilograms divided by the square of the height in meters) after 2 years averaged 31 to 32 and was moving up again. Thus, even these highly motivated, intelligent participants who were coached by expert professionals could not achieve the weight losses needed to reverse the obesity epidemic.
Sem sagt, þrátt fyrir bestu mögulegar aðstæður—viljuga þátttakendur, vandaða meðferð og sérþekkingu fagaðila—var árangur sáralítill að tveimur árum liðnum. Þátttakendur voru enn „of feitir“ og nálguðust óðum sína fyrri þyngd. Martin heldur áfram:
It is obvious by now that weight losses among participants in diet trials will at best average 3 to 4 kg after 2 to 4 years. ... We do not need another diet trial; we need a change of paradigm.
Það er rétt að við þurfum að hugsa hlutina upp á nýtt. Martin leggur til lausn sem hann nefnir „total-environment approach“ og vísar til þess að umhverfið þurfi að styðja betur við heilbrigðan lífsstíl. Gott og vel. En að ímynda sér að það verði til þess að allir verði í „kjörþyngd“ er mikil óskhyggja—eða hryllingssýn—eftir því hvernig á það er litið. Það eru nefnilega ekki bara lifnaðarhættir sem stýra holdafari fólks, heldur eiga erfðir líka stóran hlut að máli. Þess vegna er í raun fásinna að ætla að „berjast gegn offitu“. Það væri alveg eins hægt að berjast gegn því að fólk væri með freknur eða stórt nef. Sumir verða alltaf feitir, jafnvel þótt þeir lifi heilbrigðu lífi. Þess vegna þurfum við í alvöru að hugsa hlutina upp á nýtt. Hætta að berjast gegn tilteknu holdafari og hvetja fólk í staðinn til að hugsa vel um líkama sinn—hvernig sem það er vaxið.
Hehehe góður þessi systir. Já það er alveg satt að þessar megranir gera sama og ekkert gagn
ReplyDelete